
Útgáfutónleikar Huldumanna
Við í Rokkkórnum vorum svo heppin að fá að taka þátt í geisladisknum sem Huldumenn voru að gefa út og sungum við einnig með þeim á útgáfutónleikum þeirra í Hlégarði föstudaginn 6.mars 2020. Diskurinn ber nafnið „Þúsund ára ríkinu“ og fæst víða í verslunum og kemur einnig á spotify fljótlega. Við óskum þessum eðal rokkurum til hamingju með gripinn og hlökkum til áframhaldandi samstarfs í náinni framtíð. Hljómsveitin Huldumenn er skipuð þeim Birgi Haraldssyni söngvara eða "Bigg