top of page

Næstu tónleikar Rokkkórsins verða
QUEEN tónleikar 18. apríl

Staðsetning verður auglýst síðar

No upcoming events at the moment

Rokkkór Íslands órafmagnaðir


Rokkkór Íslands býður upp á órafmagnaða tónleika þar sem flutt verður góð blanda af þekktum rokklögum frá ýmsum áratugum. Með kórnum spila þeir Sigurgeir Sigmundsson, Ingólfur Magnússon og Þorbergur Ólafsson. Rokkstjóri er Matthías V. Baldursson (Matti sax)

  • 2.3.2018, 20:00, Verð: 3900

Rokkkór Íslands er rétt tæplega þriggja ára gamall og fer heldur óhefðbundnari leiðir en gengur og gerist í kórsöng. Kórinn skipar um 35 söngvara sem flestir eiga það sameiginlegt að hafa mikla reynslu í kór-, popp-, rokk- og dægurlagasöng. Útkoman er kraftmikill og algjörlega einstakur hljómur sem er klárlega nýr sinnar tegundar hér á landi og eitthvað sem vert er að kíkja á. Á þessum tónleikum mun kórinn slaka aðeins á í keyrslunni sem hann hefur verið þekktur fyrir hingað til og bjóða upp á órafmagnaða tónleika. Flutt verður góð blanda af þekktum rokklögum frá áttunda (70´s), níunda (80´s) og tíunda áratugnum (90´s) sem flestir ættu að kannast við. Stór lög eins og Bohemian rhapsody, Stairway to heaven og November rain munu fá að njóta sín.

Miðasala hér: https://www.tix.is/is/salurinn/buyingflow/tickets/5354

Með kórnum spila þeir Sigurgeir Sigmundsson á kassa- og steelgítar, Ingólfur Magnússon á kontrabassa, Þorbergur Ólafsson á slagverk og stjórnandi kórsins, Matthías V. Baldursson (Matti sax) spilar á píanó. Hljóðmaður er Hrannar Kristjánsson . Kórinn var stofnaður vorið 2015 af Matta sax og nokkrum áhugasömum söngvurum sem langaði að búa til öðruvísi kór sem hentaði popp- og rokkröddum. Fyrsta verkefni kórsins var að fara í hljóðver og taka upp nokkur vel valin lög sem voru gefin út 2015-16 og hafa hlotið mjög góðar viðtökur. Kórinn kom fram í fyrsta sinn í Eldborg haustið 2015 á afmælistónleikum Sniglabandsins og eftir það var ekki aftur snúið enda Rokkkór Íslands kominn til að vera! Kórinn hélt svo sína fyrstu tónleika í Kaldalóni í febrúar 2016 þar sem tónlist níunda áratugarins (80´s) var gefin góð skil en vegna eftirspurnar voru haldnir tvennir tónleikar það kvöld og seldist upp á þá báða! Eftir það var út séð að kórinn þyrfti stærri sal og færði hann sig yfir í Norðurljós haustið 2016 með Seventís tónleika sem einnig seldist upp á og Næntís tónleika vorið 2017 á sama stað.


Síðustu fréttir
Eldra efni
bottom of page