Rokkstjórinn býður heim
Aftur verður heimboð hjá Rokkstjóranum föstudaginn 17.apríl kl.20:30. Þær Áslaug Helga, Kata og Kristjana verða á sínum stað og munu núna taka eitthvað af óskalögunum sem komu inn síðast ásamt öðrum slögurum. Rokkkórsdívan Anna Rún Frímannsdóttir verður einnig gestur Rokkstjórans þetta kvöld og má svo sannarlega búast við miklu fjöri eins og síðustu skipti :) Aldrei að vita nema leynigestur láti líka sjá sig.
Streymt verður beint frá facebook síðu Rokkkórs Íslands.
