top of page

Hvað er að frétta?!

No upcoming events at the moment

Afmælistónleikar Rúnu

Guðrún Erlingsdóttir Rokkkórsmeðlimur fagnar 60 ára afmæli sínu með stæl og býður til stórtónleika í Hjallakirkju laugardaginn 15. október kl.16:00. Þar mun Rokkkórinn flytja 3 erlend lög sem hún hefur þýtt yfir á íslensku. Einnig verða flutt frumsamin lög eftir hana sem gospelkórinn Vox Gospel og sönghópurinn Raddadadda flytja. Einsöngvarar á tónleikunum eru rokkararnir Tómas Guðmundsson, Kristjana Þórey Ólafsdóttir og Áslaug Helga Hálfdánardóttir. Meðleikarar eru Matthías V. Baldursson á píanó og Sigurgeir Sigmundsson á gítar. Ókeypis er inn á tónleikana og allir hjartanlega velkomnir.


Síðustu fréttir
Eldra efni
bottom of page