top of page

Hvað er að frétta?!

No upcoming events at the moment

Queen sing along 17. nóvember í Hlégarði

Þá er loksins komið að því! Rokkkór Íslands býður þér að koma á Queen sing-along í Hlégarði, föstudaginn 17. nóvember kl.21:00. (Húsið opnar kl.20:00) Miðar eru seldir á midiX.is.

Sing-along tónleikar Rokkkórsins hafa notið mikillar vinsældar, enda einstök skemmtun þar sem textar eru birtir á skjá svo áhorfendur geti tekið virkan þátt í tónleikunum. Allir geta sungið með þekktum lögum eins og Radio gaga, Bohemian rhapsody, Don´t stop me now, Somebody to love ofl. sem Queen hefur gert ódauðleg. Þetta verður mögnuð kvöldskemmtun fyrir fólk sem hefur gaman af því að syngja.

Enginn annar en Pálmi Sigurhjartarson verður við flygilinn og rokkstjórinn Matthías V. Baldursson mun stjórna fjöldasöngnum og kórnum af sinni alkunnu snilld.



Síðustu fréttir
Eldra efni
bottom of page