ROKKUM INN SUMARIÐ 18. MAÍ KL. 20:00 Í HJALLAKIRKJU

Þá er loksins komið að því að við rokkum inn sumarið saman!
Miðvikudaginn 18. maí, klukkan 20:00 í Hjallakirkju, ætlar Rokkkór Íslands að halda uppi stuðinu og lofar að sjálfsögðu geggjaðri skemmtun. Þessi frábæri kór hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár enda einstaklega skemmtilegur og orkumikill. Á þessum tónleikum verða flutt lög sem hljómsveitir á borð við Within Temptation, Helloween, Heart, Elo, Nightwish, Gildran, Evanescence, Dimma, Muse, Start, Epica, Queen og Eagles hafa gert vinsæl. Þetta verður mögnuð kvöldskemmtun hvort sem þú hefur gaman að rokktónlist eða fallegum kórsöng. Hljómsveit Rokkkórsins skipa þeir Sigurgeir Sigmundsson á gítar, Dúni Geirsson á bassa, Þorvaldur Kári Ingveldarson á trommur og Matthías V. Baldursson, rokkstjórinn sjálfur, sem leikur undir á píanó.